Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. apríl 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Gunnar velur draumalið Aston Villa
Dwight Yorke í leik með Aston Villa.
Dwight Yorke í leik með Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Jóhann Gunnar Einarsson.
Jóhann Gunnar Einarsson.
Mynd: Úr einkasafni
Juan Pablo Angel.
Juan Pablo Angel.
Mynd: Getty Images
Olof Mellberg.
Olof Mellberg.
Mynd: Getty Images
Gabriel Agbonlahor.
Gabriel Agbonlahor.
Mynd: Getty Images
Þar sem enginn fótbolti er í gangi á Englandi þessa dagana þá er tilvalið að líta aðeins um öxl. Fótbolti.net fékk handboltakempuna Jóhann Gunnar Einarsson, stuðningsmann Aston Villa, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina.

Sjá einnig:
Kristján Atli velur draumalið Liverpool
Kristján Óli velur draumalið Man Utd
Siggi Helga velur draumalið Manchester City
Jóhann Már velur draumalið Chelsea
Hjálmar Örn velur draumalið Tottenham
Tommi Steindórs velur draumalið West Ham
Maggi Bö velur draumalið Crystal Palace
Leifur Garðars velur draumalið Everton
Jón Kaldal velur draumalið Arsenal
Jóhann Ingi velur draumalið Leeds„Ég geri eins og margir og vel þetta draumalið úr þeim mönnum sem hafa snert hjarta mitt, sem ég hef séð spila. Eldri Villa menn eins og Lalli Grétars eru örugglega ekki ánægðir með mig. Að vera Villa maður hefur verið dálítið furðulegt ferðalag, en við fögnum litlu sigrunum. Að vera efstir um jólin eins og við vorum ´98 , að lenda í 6.sæti þrjú ár í röð 2008-2010. En svo unnum við deildarbikarinn 94 og 94. En við vorum víst geggjaður í kringum 1980," sagði Jóhann Gunnar.

„Það var virkilega gaman að velja þetta lið. Tók með mér nesti og labbaði niður langan minningar-veg. Ég spila 3-4-3 þar sem sterkir miðverðir hreinsa upp allt sem skemmtilegir kantmenn skilja eftir. Þetta lið skorar ekki minna en 3 mörk í leik. Það sem hefur einkennt liðið í gegnum tíðina er að bakverðir liðsins hafa verið mikið í meðalmennskunni. Hins vegar höfum við átt mikið af góðum miðvörðum og því vel ég þrjá."

„Miðjan er svo mikil Aston-Villa miðja, menn sem voru miklir Villa menn og voru lengi hjá Aston Villa og einn er meira að segja þar í dag. Við höfum verið með mikið af góðum framherjum, mikið af stórum (Benteke, Carew , Heskey) og litlum (Julian Joachim, Darius Vassel), það hefur svona verið okkar blanda. En ég valdi þá bestu, ekkert hægt að efast neitt um það. Þetta lið myndi ekki vera að berjast í fallbaráttunni það er öruggt, en mikið sakna ég þess að vera ekki í fallbaráttu."


Dwight Yorke: Er minn uppáhalds. "The Smiling Assassin" eins og hann var kallaður. 73 mörk í 232 leikjum, hefði líklega skorða meira hefði hann ekki byrjað á hægri kanti.En hann á stóran stað í hjarta okkar Villa manna. Aðdáendur Villa fyrirgefa mönnum nánast aldrei þegar þeir fara í United, dæmi Ashley Young, en þegar hann gekk í raðir United 1998 var gerð undantekning

Juan Pablo Angel: Gat ekkert fyrst um sinn. Var dýrasti leikmaður Villa þegar hann kom því fór það ekki vel í stuðningsmenn. En þegar hann aðlagaðist fór hann að raða inn mörkunum. Hann var með svipaða greiðslu og þegar ég var í (hand)boltanum og því flýgur hann í þetta lið. Frábær leikmaður. Engill sem var sendur til Birmingham.

Olof Mellberg: Var kallaður víkingurinn. Þvílíkur leikmaður. Er elskaður í Aston-Villa og þá sérstaklega fyrir hatur hans á Birmingham. Síðasti leikur Mellberg var kallaður og er enn kallaður „Mellberg day“ hjá okkur Villa-mönnum. Einn sá allra besti.

Gabby Agbonglahor: Byrjaði hjá Villa sem skólastrákur og var þar alla tíð. Það elskum við. Er markahæsti leikmaður í sögu Aston-Villa í úrvalsdeildinni. Elskaði þegar hann skyldi varnarmenn eftir í rykinu því þessi maður gat hlaupið. Enda sungu stuðningsmenn þennan texta við lagið Karma Chameleon : Gabby, Gabby Gabby, Gabby Gabby Agbonglahor, He´s fast as f*ck, he´s fast as f****ck.

Mark Bosnich: Við höfum átt marga góða markmenn í gegnum tíðina, reyndar ekki núna þar sem Pepe Reina er að reyna að fella okkur. En Bosnich er í miklu uppáhaldi, var í markinu þegar við unnum deildarbikarinn 94 og 96. Var mikill vítabani. Hef líka alltaf gaman að því þegar markmenn heita Mark.

Martin Laursen: Menn skyldu ekkert í því þegar hann kom frá AC Milan 2004.Hvað var svona góður leikmaður að fara í Aston-Villa. Var lengi að glíma við hnémeiðsli og spilaði bara um 30 leiki fyrstu 3 tímabilin vegna þess. En þegar hann náði sér og fór að spila..oh my hvað hann var góður. Var valinn leikmaður ársins hjá okkur Villa mönnum 07/08 tímabilið. Við í Villa elskum norræna hafsenta.

Gareth Barry: Sá leikjahæsti í sögu úrvalsdeildarinnar er að sjálfsögðu í liðinu. Var andlit Aston-Villa lengi vel. Mótorinn á miðjunni, missti nánast aldrei úr leik. Hann labbaði 365 sinnum inn á völlinn með Aston-Villa og skilaði alltaf sínu í þeim öllum..

Dion Dublin: Það sem ég dýrkaði þennan mann. Þegar maður mætir í nýtt lið og skorar 7 mörk í fyrstu fjórum leikjunum þá ertu kominn í mjúkinn hjá ansi mörgum. Þessi var ekki með neitt bullshit. Frábær skallamaður. Man eftir Dublin og Darius Vassel frammi, lítill og stór, elskaði það.

Stilyan Petrov: Var fyrsti maðurinn sem Martin O´Neill keypti 2006 og tók við fyrirliðabandinu af Martin Laursen 2009 og leiddi liðið í 6.sæti, undanúrslit í bikar og úrslit deildarbikars. Þurfti því miður að leggja skóna á hilluna vegna krabbameins. Lengi vel stóðu stuðningsmenn Villa upp á 19 mínútu og klöppuðu, en Petrov var númer 19. Living legend eins og við segjum.

Ugo Ehiogu: Naut af burðum. Maðurinn sem bar nafn sem var afar erfitt að bera fram það var hins vegar mjög auðvelt að kunna að meta hann. Á yfir 300 leiki með Villa í öllum keppnum. Var bara svona ekta hrár, breskur, grjótharður varnarmaður svona ódýrari útgáfan af Sol Campbell. Hann lést 2017, 44 ára gamall, úr hjartaáfalli. Blessuð sé minning hans.

Jack Grealish: Ég var næstum búinn að hætta við að hafa hann í liðinu eftir að hann var ekki að hlýða Víði og braut samkomubann. En hann er með rosalega mikla hæfileika. Einn besti leikmaður deildarinnar í dag, og með þetta Aston-Villa lið á bakinu. Fór ekki frá liðinu þegar það féll, hefði örugglega getað það og leiddi okkur aftur upp meðal þeirra bestu. Legghlífarnar niður og hollusta út í gegn.

Bekkur:
Friedel
Merson
Southgate
Savo Milosevic
Lee Hendrie

Þjálfari: Martin O´Neill
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner