Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. apríl 2020 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Læknismenntaður bakvörður Vals bjargaði ferli Birkis í miðjum leik
Birkir í síðasta landsleik sínum gegn Ítalíu á Laugardalsvelli sumarið 2004.
Birkir í síðasta landsleik sínum gegn Ítalíu á Laugardalsvelli sumarið 2004.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Birkir Kristinsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands segir frá því í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net hvernig Grímur Sæmundsen læknir sem lék í liði Vals bjargaði ferli hans í miðjum leik er þeir mættust. Birkir lék þá með KA sumarið 1984.

„Það var bikarleikur gegn Val á Hlíðarenda og Gummi Þorbjörns var kominn einn í gegn hjá Völsurum. Það hafði rignt og völlurinn var erfiður og ég hafði sett einhverja þvílíka dúndurtakkka undir hjá mér. Ég fór á móti honum og festist með fótinn í grasinu. Svo kom þunginn af líkamanum yfir og fóturinn varð eftir," sagði Birkir í þættinum.

„Þetta leit mjög illa út en sem betur fer vorum við að spila á móti Val svo Grímur Sæm var bakvörður. Það var kallað á Grím því þegar menn komu fyrst að mér sneru allir við, þeim leyst ekkert á þetta því löppin sneri öfugt."

„Grímur var sem betur fer þarna, læknislærður og vissi hvað hann var að gera. Hann klippti af mér sokkana og skóna og náði að snúa ökklanum í liðinn. Þetta var ljótt og fólk er enn að minnast á að hafa verið á þessum leik og heyrt þegar allt brotnaði hjá mér."


Viðtalið við Birki má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Miðjan - Birkir um ferilinn, Barcelona og fangelsisvist
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner