Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. júní 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Garðar Gunnlaugs gæti leikið með Kára í sumar - „Tek þetta dag fyrir dag"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Gunnlaugsson lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann var á mála hjá Val í fyrra. Garðar varð 37 ára gamall fyrr á árinu og möguleiki er á að skórnir séu komnir aftur af hillunni.

Garðar lék fyrri hálfleikinn í æfingaleik með Kára í gær þegar Káramenn lögðu Skallagrím að velli, 1-8. Fótbolti.net hafði samband við Garðar og spurði hann út í stöðuna.

Kemur til greina að spila með Kára í sumar?

„Já, það gæti alveg verið," sagði Garðar í kvöld. „Ég tók eina æfingu um daginn og svo spilaði ég þennan hálfleik. Ég tek þetta dag fyrir dag og sé til hvernig líkaminn bregst við og svona. Maður hefur ekki verið í fótbolta í eitt ár."

Er í fínu standi
Hvernig er líðanin daginn eftir leik?

„Ég finn alveg fyrir þessu en ég er samt í fínu standi. Ég hef verið duglegur að æfa í vetur þrátt fyrir að hafa ekki verið í fótbolta. Þetta er ekki eins hræðilegt og maður bjóst við."

„Þetta gekk ágætlega í gær. Það vantar upp á snerpu og leikform en ég hef svo sem aldrei verið sérstaklega fljótur leikmaður."


Líst vel á sumarið hjá Kára
Hvernig líst Garðari á sumarið hjá Kára?

„Mér líst vel á það. Liðið er með skemmtilega blöndu af ungum leikmönnum í bland við eldri og reyndari. Svo er Dino, varmarkvörður ÍA frá í fyrra, kominn yfir."

„Gunni Einars var svo að taka við sem þjálfari og hann býr yfir flottri reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari,"
sagði Garðar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner