Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 03. júní 2020 15:40
Magnús Már Einarsson
Hulda Sigurðar í Gróttu á láni (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta hefur fengið Huldu Sigurðardóttur til liðs við sig á láni frá Fylki fyrir átökin í Lengjudeildinni í sumar.

Hulda, sem er fædd árið 1993, hefur spilað 123 leiki (48 í efstu deild) með Leikni, Haukum og Fylki og skorað í þeim 24 mörk.

Þá á Hulda að baki 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Grótta komst upp úr 2. deildinni í fyrra en liðið mætir Fjölni í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar föstudaginn 19. júní.



Athugasemdir