Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagnol: Mbappe yrði kóngur hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir ungan aldur er Kylian Mbappe talinn einn besti leikmaður í heimi og hefur hann þegar unni frönsku úrvalsdeildina fjórum sinnum. Þá varð hann heimsmeistari með liði Frakka árið 2018.

Hinn 21 árs gamli Mbappe hefur skorað 90 mörk í 120 leikjum hjá PSG en hann kom til liðsins frá Mónakó árið 2017. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er einn af mörgum sem eru hrifnir af Mbappe og hefur Liverpool verið orðað við frönsku stjörnuna.

Willy Sagnol, fyrrum landsliðsmaður Frakklands ásamt því að hafa leikið með Bayern Munchen og Mónakó, tjáði sig um áhuga Liverpool á Mbappe í viðtali við SportBild.

„Liverpool hefur stórt forskot á önnur lið því allir leikmenn vilja vinna með Jurgen Klopp. Mbappe yrði að aðlagast kröfum Klopp því hann vill að sóknarmenn verjast líka og Mbappe er ekki frábær á því sviði."

„En hann getur gert það, sérstaklega af Klopp. Engin spurning, Mbappe gæti orðið kóngur hjá Liverpool."

Athugasemdir
banner
banner
banner