Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 03. júní 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn gáfaðasti maður fótboltans gjörbreytti Brentford
Benham á Wembley.
Benham á Wembley.
Mynd: Getty Images
Brentford leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Brentford leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Frá heimavelli Brentford.
Frá heimavelli Brentford.
Mynd: Getty Images
Brentford rétt mistókst að komast í ensku úrvalsdeildina á síðustu ári. Þeir töpuðu fyrir Fulham í úrslitum umspilsins en í ár tókst þeim ætlunarverk sitt.

Á næstu leiktíð verður Brentford í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni.

Það er ekki hægt að tala um sögu Brentford án þess að nefna eiganda félagsins, Matthew Benham. Hann hefur verið stuðningsmaður frá því hann var 11 ára gamall og árið 2012 varð hann eigandi þess.

Benham er gríðarlega klár og hann lærði í Oxford háskóla í Bretlandi. Hann vann í fjármálageiranum eftir útskrift en svo sneri hann sér að veðmálageiranum. Hann vann milljónir dollara á íþróttaveðmálum þar sem hann notaði ákveðna algóritma. Hann stofnaði svo sitt eigið veðmálafyrirtæki; Smartodds. Eftir það stofnaði hann Matchbook.

Hann græddi mikinn pening og árið 2007 þegar Brentford var í fjárhagsvandræðum, þá lánaði hann félaginu 700,000 dollara svo að stuðningsmenn gætu keypt félagið. Skilyrðin voru þau að ef stuðningsmennirnir myndu ekki borga lánið til baka, þá gæti Benham keypt félagið. Hann gerði það svo 2012.

Hann ákvað að spila "Moneyball" ef svo má segja. Hann fjárfesti einnig í danska fótboltafélaginu Midtjylland þar sem hann prófaði sig áfram með því að nota alls konar greiningar, tölfræði og fleira til að þróa samkeppnishæft fótboltalið.

Fjölmiðlamaðurinn Joe Pompliano skrifar áhugaverðan þráð á Twitter þar sem hann fjallar um Benham og Brentford. Hann segir að hann hafi tekið það sem hafi virkað hjá Midtjylland, og notað það hjá Brentford. Hann hafi rekið starfsfólk og fengið inn fleiri aðila sem hugsa um fótbolta út frá það sem er kallað 'analytics' og má þýða yfir á íslensku sem greiningu. Brentford hætti að hugsa um töp og sigra, og hugsaði þess í stað um ákveðna þætti sem sögðu til um það hvort félagið væri að þróast áfram eða ekki.

Brentford hefur fundið ýmsa vanmetna leikmenn út frá tölfræðiþáttum og greiningu. James Tarkowski, Andre Gray, Ollie Watkins, Neal Maupay, Chris Mepham og Said Benrahma hafa verið fengir inn fyrir lágar upphæðir og verið seldir fyrir mikið stærri upphæðir. Nýjasta dæmið er Ivan Toney sem var keyptur á um 5 milljónir punda (gæti hækkað í um 10 milljónir punda). Hann skoraði 33 mörk í 52 leikjum á þessu tímabili.

Benham bjargaði uppáhalds félagi sínu frá gjaldþroti og er búinn að gjörbreyta því á skemmtilegan hátt. Hann er einn gáfaðasti maðurinn í fótboltaheiminum, á því liggur enginn vafi.

Pompliano segir að Brentford græði 300 milljónir dollara í heildina á því að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Því lengra sem þeir halda sér uppi, því meiri verður peningurinn.

Það verður áhugavert að sjá hvernig módel Brentford mun virka í ensku úrvalsdeildinni.

Landsliðsmarkvörðurinn efnilegi, Patrik Sigurður Gunnarsson, er á mála hjá Brentford.


Athugasemdir
banner
banner