Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 03. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Romagnoli líklegri til að velja Lazio heldur en Fulham

Ítalski fréttamaðurinn Alfredo Pedullá er mikils metinn og starfar meðal annars fyrir La Gazzetta dello Sport.


Hann greinir frá því að Lazio hafi ákveðið að blanda sér í baráttuna um Alessio Romagnoli, fyrrum fyrirliða AC Milan sem er fáanlegur á frjálsri sölu í sumar.

Romagnoli er aðeins 27 ára gamall en búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Milan. Hann rann út á samningi um mánaðarmótin og er því frjáls ferða sinna.

Fulham hefur sýnt Romagnoli áhuga en Lazio gæti verið líklegri áfangastaður fyrir þennan miðvörð sem á 12 leiki að baki fyrir ítalska landsliðið, eftir að hafa verið lykilmaður í yngri landsliðunum.

Romagnoli vill spila í Evrópudeildinni og er ekki talinn sérlega áhugasamur um að flytja til Englands. Hjá Lazio myndi hann berjast við Luiz Felipe og Francesco Acerbi um byrjunarliðssæti í hjarta varnarinnar.


Athugasemdir