Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Inter og Man Utd hafa komist að samkomulagi um Sanchez
Sanchez skoraði 4 mörk og lagði 9 upp í 22 leikjum í Serie A.
Sanchez skoraði 4 mörk og lagði 9 upp í 22 leikjum í Serie A.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter og Manchester United hafi náð samkomulagi um félagaskipti Alexis Sanchez yfir í ítalska boltann.

Sanchez er búinn að vera hjá Inter að láni allt tímabilið og hefur staðið sig gríðarlega vel eftir Covid-hlé. Antonio Conte hefur miklar mætur á framherjanum sem og stjórn Inter.

Inter er sagt greiða 15 milljónir evra fyrir Sanchez en óljóst er hversu mikla launalækkun hann samþykkir til að losna frá Rauðu djöflunum.

La Gazzetta dello Sport heldur því fram að Sanchez muni fá 5 milljónir evra í árslaun, sem eru tæplega 100 þúsund evrur á viku. Það væri ansi furðulegt þar sem þessi landsliðsmaður Síle þénar rúmlega fjórfalda þessa upphæð í Manchester.

Einhverjir miðlar halda því þá fram að Inter og Man Utd séu að vinna að skiptidíl. Þar myndi Milan Skriniar fara til Manchester fyrir Sanchez, Chris Smalling og 20 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner