banner
   mið 03. ágúst 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea er búið að leggja fram tilboð í Cucurella
Marc Cucurella
Marc Cucurella
Mynd: EPA
Chelsea hefur lagt fram formlegt tilboð í spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella, sem er á mála hjá Brighton. Fabrizio Romano greinir frá og taka enskir fjölmiðlar undir.

Manchester City hefur elt Cucurella í allt sumar en hann passar fullkomlega inn í leikkerfi Pep Guardiola og var ætlað að styrkja vinstri bakvarðarstöðuna.

Félagið seldi Oleksandr Zinchenko til Arsenal á dögunum og var búist við því að Man City myndi ganga frá kaupum á Cucurella, en félagið hefur ekki viljað ganga að 50 milljón punda verðmiða leikmannsins.

Chelsea er nú að stela Cucurella fyrir framan nef Man City. Félagið lagði fram 50 milljón punda tilboð í gærkvöldi og er nú beðið eftir svari frá Brighton.

Það má þó gera ráð fyrir að það verði samþykkt og er Cucurella viljugur á að taka skrefið til Chelsea.

Spánverjinn var valinn besti leikmaður Brighton á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner