Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Langþráður sigur Leicester var sannfærandi
Mynd: Getty Images

Leicester 4 - 0 Nottingham Forest
1-0 James Maddison ('25)
2-0 Harvey Barnes ('27)
3-0 James Maddison ('35)
4-0 Patson Daka ('73)


Botnlið Leicester City tók á móti nýliðum Nottingham Forest í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var heitt undir Brendan Rodgers eftir hörmulega byrjun á tímabilinu en lærisveinar hans töpuðu síðustu tveimur deildarleikjum 6-2 og 5-2.

Í kvöld var þó allt annað uppi á teningnum þar sem James Maddison setti upp sýningu í stórsigri. Staðan var 3-0 í hálfleik þökk sé tvennu frá Maddison og eitt frá Harvey Barnes.

Fyrsta markið kom eftir skot utan teigs frá Maddison sem breytti um stefnu af varnarmanni og endaði í netinu. Annað markið kom skömmu síðar þegar Barnes kom inn af vinstri kanti, hljóp framhjá varnarmönnum Forest og smurði boltann í fjærhornið. Að lokum setti Maddison þriðja markið með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu.

Leikurinn dó út í síðari hálfleik þar sem nokkuð jafnræði var með liðunum en þó voru það heimamenn sem bættu í. Patson Daka kom inn af bekknum og skoraði skemmtilegt mark eftir stoðsendingu frá Maddison. Daka stóð fyrir utan markteiginn og leyfði boltanum að fara í gegnum klofið á sér áður en hann kláraði með lúmsku skoti.

Meira var ekki skorað og niðurstaðan 4-0 sigur Leicester í þessum nágrannaslag. Leicester og Forest deila botnsæti úrvalsdeildarinnar saman með fjögur stig eftir átta umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner