Stórleikur í Napolí og Bayern heimsækir Kaupmannahöfn
Önnur umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í dag og eru nokkrir áhugaverðir slagir á dagskrá í dag, þar sem Manchester United og Arsenal mæta til leiks úr ensku úrvalsdeildinni.
Man Utd tekur á móti Galatasaray í A-riðli á meðan Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn fá þýska stórveldið FC Bayern í heimsókn.
Í B-riðli kíkir Arsenal í heimsókn til Lens í Frakklandi á meðan PSV Eindhoven og Sevilla eigast við.
Næst er komið að C-riðli þar sem Ítalíumeistarar Napoli taka á móti spænska stórveldinu Real Madrid í stórleik kvöldsins, eftir að viðureign Union Berlin gegn SC Braga lýkur.
Að lokum er það D-riðillinn, þar sem RB Salzburg fær Real Sociedad í heimsókn í dag áður en Inter og Benfica eigast við í kvöld. Inter sló Benfica úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar síðasta vor.
Meistaradeild A-riðill
19:00 Man Utd - Galatasaray
19:00 FCK - Bayern
Meistaradeild B-riðill
19:00 Lens - Arsenal
19:00 PSV - Sevilla
Meistaradeild C-riðill
16:45 Union Berlin - Braga
19:00 Napoli - Real Madrid
Meistaradeild D-riðill
16:45 Salzburg - Real Sociedad
19:00 Inter - Benfica
Athugasemdir