Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   þri 03. október 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Saka gæti misst af stórleiknum gegn Man City
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Arsenal óttast að Bukayo Saka, ein skærasta stjarna Arsenal-liðsins, verði ekki með í stórleik helgarinnar gegn Englandsmeisturum Manchester City.

Saka var í byrjunarliði Arsenal sem heimsótti Lens í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld og lagði hann fyrsta mark leiksins upp, áður en hann fór haltrandi af velli á 34. mínútu. Mikel Arteta knattspyrnustjóri segist ekki hafa hugmynd um hversu alvarleg meiðslin kunna að vera.

„Þetta lítur ekki vel út," sagði Arteta við norsku sjónvarpsstöðina TV2 Sport, sem fylgist náið með Martin Ödegaard, að leikslokum. „Hann fann fyrir meiðslunum þegar hann reyndi hælsendingu og þurfti að fara útaf, þetta eru vöðvameiðsli.

„Við höfum ekki hugmynd um hversu alvarleg þessi meiðsli eru fyrr en þau verða skoðuð betur."


Þetta gæti orðið gífurlega mikill skellur fyrir Arsenal í ljósi þess að Saka hefur tekið þátt í síðustu 87 úrvalsdeildarleikjum liðsins í röð, sem er félagsmet. Missi Saka af leiknum gegn City verður það fyrsti deildarleikurinn sem hann missir af síðan í maí 2021.

Saka meiddist á fæti og var tekinn útaf í 0-4 sigri gegn Bournemouth um helgina, en var samt valinn í byrjunarliðið gegn Lens í dag.

„Hann lenti í allt öðrum meiðslum um helgina og var búinn að jafna sig af þeim fyrir leikinn í kvöld. Meiðslin sem hann varð fyrir í kvöld tengjast hinum ekki neitt, þau voru orsökuð af hælsendingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner