Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. nóvember 2019 14:59
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sara skoraði - Loksins sigur hjá Söndru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn og skoraði sjöunda mark Wolfsburg í stórsigri á útivelli gegn Freiburg.

Freiburg hafði unnið þrjá leiki í röð og því skellur að tapa svona stórt fyrir toppliði Wolfsburg, sem er með fullt hús stiga eftir níu umferðir.

Danska stórstjarnan Pernille Harder skoraði þrennu í leiknum og gerði pólska landsliðskonan Ewa Pajor tvennu.

Sara og stöllur eru með þriggja stiga forystu á Hoffenheim og sex stiga forystu á FC Bayern.

Freiburg 0 - 8 Wolfsburg
0-1 Z. Jakabfi ('10)
0-2 E. Pajor ('22)
0-3 E. Pajor ('28)
0-4 P. Harder ('37)
0-5 P. Harder ('45)
0-6 P. Harder ('81)
0-7 Sara Björk Gunnarsdóttir ('87)
0-8 I. Engen ('93)

Sandra María Jessen var þá í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem vann loksins eftir fimm tapleiki í röð.

Leverkusen fékk botnlið Jena í heimsókn og skoraði Dora Zeller í fyrri hálfleik. Lena Uebach kom af bekknum og tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik.

Sandra María spilaði allan leikinn en komst ekki á blað og voru lokatölur 2-0.

Stigin eru afar mikilvæg fyrir Leverkusen. Liðið er með með níu stig eftir níu umferðir, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Leverkusen 2 - 0 Jena
1-0 Dora Zeller ('21)
2-0 Lena Uebach ('72)
Athugasemdir
banner
banner
banner