Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 27. maí 2024 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Matthias Præst.
Matthias Præst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður svo vel. Þetta var svo mikilvægt," sagði Matthias Præst, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í deildinni og mikilvægur var hann.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Præst skoraði bæði og lagði upp í leiknum, en hann var maður leiksins.

„Ef við hefðum ekki unnið í dag, þá væri staðan ekki góð. En við unnum og það er mjög gott. Við tókum seinni hálfleikinn úr síðasta leik þar sem við spiluðum mjög vel og vorum agressívir með okkur frá byrjun í dag. Það var gott. Það var svo mikilvægt að ná í fyrsta sigurinn og ég held að við munum ná í fleiri sigra núna."

Præst er 23 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem er uppalinn hjá Vejle í Danmörku en var einnig á mála hjá Horsens um tíma. Undanfarin tímabil hefur hann spilað í Færeyjum með AB Argir og HB í Þórshöfn. Hann kom til Fylkis fyrir tímabilið og nýtur lífsins vel á Íslandi.

„Það er alltaf gaman að skora og leggja upp. Það er gott að hafa áhrif á leikinn," segir Præst en hann kom því í gegn sjálfur að komast til Íslands.

„Mér líkar vel að vera á Íslandi. Liðið er mjög indælt og það er allt gott við það. Ég er mjög ánægður. Ég spilaði í Færeyjum á síðasta ári en ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég skrifaði til marga félaga og Fylkir svaraði. Ég æfði með þeim í desember og það hentaði mér vel."

Hann kom hingað til lands og borgaði sjálfur fyrir Airbnb gistingu á meðan hann var hér til reynslu.

„Ég borgaði sjálfur fyrir flugið og Airbnb. Það endaði með samningi sem er gott. Ég vildi ekki fara heim og spila í neðri deildum í Danmörku. Ég horfði til Íslands og endaði hérna. Ég hef séð smá af landinu og prófaði að fara á snjóbíl fyrir nokkrum dögum. Það er meira að sjá sem er gaman. Ég sakna veðursins í Danmörku en það er flott að vera hérna."

„Ég er mjög þakklátur Fylki," sagði Præst en allt viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner