Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 27. maí 2024 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Matthias Præst.
Matthias Præst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður svo vel. Þetta var svo mikilvægt," sagði Matthias Præst, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í deildinni og mikilvægur var hann.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Præst skoraði bæði og lagði upp í leiknum, en hann var maður leiksins.

„Ef við hefðum ekki unnið í dag, þá væri staðan ekki góð. En við unnum og það er mjög gott. Við tókum seinni hálfleikinn úr síðasta leik þar sem við spiluðum mjög vel og vorum agressívir með okkur frá byrjun í dag. Það var gott. Það var svo mikilvægt að ná í fyrsta sigurinn og ég held að við munum ná í fleiri sigra núna."

Præst er 23 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem er uppalinn hjá Vejle í Danmörku en var einnig á mála hjá Horsens um tíma. Undanfarin tímabil hefur hann spilað í Færeyjum með AB Argir og HB í Þórshöfn. Hann kom til Fylkis fyrir tímabilið og nýtur lífsins vel á Íslandi.

„Það er alltaf gaman að skora og leggja upp. Það er gott að hafa áhrif á leikinn," segir Præst en hann kom því í gegn sjálfur að komast til Íslands.

„Mér líkar vel að vera á Íslandi. Liðið er mjög indælt og það er allt gott við það. Ég er mjög ánægður. Ég spilaði í Færeyjum á síðasta ári en ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég skrifaði til marga félaga og Fylkir svaraði. Ég æfði með þeim í desember og það hentaði mér vel."

Hann kom hingað til lands og borgaði sjálfur fyrir Airbnb gistingu á meðan hann var hér til reynslu.

„Ég borgaði sjálfur fyrir flugið og Airbnb. Það endaði með samningi sem er gott. Ég vildi ekki fara heim og spila í neðri deildum í Danmörku. Ég horfði til Íslands og endaði hérna. Ég hef séð smá af landinu og prófaði að fara á snjóbíl fyrir nokkrum dögum. Það er meira að sjá sem er gaman. Ég sakna veðursins í Danmörku en það er flott að vera hérna."

„Ég er mjög þakklátur Fylki," sagði Præst en allt viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner