Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mán 27. maí 2024 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Matthias Præst.
Matthias Præst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður svo vel. Þetta var svo mikilvægt," sagði Matthias Præst, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í deildinni og mikilvægur var hann.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Præst skoraði bæði og lagði upp í leiknum, en hann var maður leiksins.

„Ef við hefðum ekki unnið í dag, þá væri staðan ekki góð. En við unnum og það er mjög gott. Við tókum seinni hálfleikinn úr síðasta leik þar sem við spiluðum mjög vel og vorum agressívir með okkur frá byrjun í dag. Það var gott. Það var svo mikilvægt að ná í fyrsta sigurinn og ég held að við munum ná í fleiri sigra núna."

Præst er 23 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem er uppalinn hjá Vejle í Danmörku en var einnig á mála hjá Horsens um tíma. Undanfarin tímabil hefur hann spilað í Færeyjum með AB Argir og HB í Þórshöfn. Hann kom til Fylkis fyrir tímabilið og nýtur lífsins vel á Íslandi.

„Það er alltaf gaman að skora og leggja upp. Það er gott að hafa áhrif á leikinn," segir Præst en hann kom því í gegn sjálfur að komast til Íslands.

„Mér líkar vel að vera á Íslandi. Liðið er mjög indælt og það er allt gott við það. Ég er mjög ánægður. Ég spilaði í Færeyjum á síðasta ári en ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég skrifaði til marga félaga og Fylkir svaraði. Ég æfði með þeim í desember og það hentaði mér vel."

Hann kom hingað til lands og borgaði sjálfur fyrir Airbnb gistingu á meðan hann var hér til reynslu.

„Ég borgaði sjálfur fyrir flugið og Airbnb. Það endaði með samningi sem er gott. Ég vildi ekki fara heim og spila í neðri deildum í Danmörku. Ég horfði til Íslands og endaði hérna. Ég hef séð smá af landinu og prófaði að fara á snjóbíl fyrir nokkrum dögum. Það er meira að sjá sem er gaman. Ég sakna veðursins í Danmörku en það er flott að vera hérna."

„Ég er mjög þakklátur Fylki," sagði Præst en allt viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner