Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   mán 27. maí 2024 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Matthias Præst.
Matthias Præst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður svo vel. Þetta var svo mikilvægt," sagði Matthias Præst, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í deildinni og mikilvægur var hann.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Præst skoraði bæði og lagði upp í leiknum, en hann var maður leiksins.

„Ef við hefðum ekki unnið í dag, þá væri staðan ekki góð. En við unnum og það er mjög gott. Við tókum seinni hálfleikinn úr síðasta leik þar sem við spiluðum mjög vel og vorum agressívir með okkur frá byrjun í dag. Það var gott. Það var svo mikilvægt að ná í fyrsta sigurinn og ég held að við munum ná í fleiri sigra núna."

Præst er 23 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem er uppalinn hjá Vejle í Danmörku en var einnig á mála hjá Horsens um tíma. Undanfarin tímabil hefur hann spilað í Færeyjum með AB Argir og HB í Þórshöfn. Hann kom til Fylkis fyrir tímabilið og nýtur lífsins vel á Íslandi.

„Það er alltaf gaman að skora og leggja upp. Það er gott að hafa áhrif á leikinn," segir Præst en hann kom því í gegn sjálfur að komast til Íslands.

„Mér líkar vel að vera á Íslandi. Liðið er mjög indælt og það er allt gott við það. Ég er mjög ánægður. Ég spilaði í Færeyjum á síðasta ári en ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég skrifaði til marga félaga og Fylkir svaraði. Ég æfði með þeim í desember og það hentaði mér vel."

Hann kom hingað til lands og borgaði sjálfur fyrir Airbnb gistingu á meðan hann var hér til reynslu.

„Ég borgaði sjálfur fyrir flugið og Airbnb. Það endaði með samningi sem er gott. Ég vildi ekki fara heim og spila í neðri deildum í Danmörku. Ég horfði til Íslands og endaði hérna. Ég hef séð smá af landinu og prófaði að fara á snjóbíl fyrir nokkrum dögum. Það er meira að sjá sem er gaman. Ég sakna veðursins í Danmörku en það er flott að vera hérna."

„Ég er mjög þakklátur Fylki," sagði Præst en allt viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner