Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   þri 03. desember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Burnley tekur á móti Man City
Það eru tveir leikir á dagskrá í enska boltanum í kvöld og verða þeir báðir sýndir á sportstöðvum Símans vegna breyttrar reglugerðar um sýningarrétt. Nú má sýna alla leikina í miðri viku og munu fréttamenn Símans vera á Englandi og fylgjast náið með tveimur leikjum.

Fyrri leikurinn er í kvöld þegar Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley taka á móti Englandsmeisturum Manchester City. Jói Berg verður þó líklega ekki með vegna meiðsla. Seinni leikurinn er annað kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Liverpool á Anfield í nágrannaslag.

Viðureign Burnley og Man City er áhugaverð þar sem Englandsmeistararnir hafa verið að tapa mikið af stigum og sitja í þriðja sæti ensku deildarinnar sem stendur, ellefu stigum eftir toppliði Liverpool. Burnley er um miðja deild með 18 stig, ellefu stigum eftir Man City.

City verður án Sergio Agüero, Aymeric Laporte, Ilkay Gundogan og Leroy Sane í kvöld. Þá er Oleksandr Zinchenko tæpur.

Crystal Palace tekur þá á móti Bournemouth í kvöld. Tvö stig skilja liðin að um miðja deild. Heimamenn verða án Scott Dann og Joel Ward, þá er ólíklegt að Gary Cahill verði klár í slaginn. Gestirnir eru án sjö leikmanna, þar á meðal eru Joshua King, Andrew Surman og David Brooks.

Leikir kvöldsins:
19:30 Crystal Palace - Bournemouth (Síminn Sport 2)
20:15 Burnley - Manchester City (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner
banner