Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. janúar 2022 21:29
Elvar Geir Magnússon
Margir leikmenn Man Utd sagðir ósáttir - „Útlit fyrir stór og alvarleg vandamál"
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Mirror segir að samkvæmt ónafngreindum heimildarmanni sínum vilji allt að ellefu leikmenn Manchester United yfirgefa félagið. Sagt er að alvarlegt krísuástand ríki innan félagsins.

Í fréttinni kemur fram að bráðabirgðastjórinn Ralf Rangnick sé að glíma við mörg af sömu vandamálum og Ole Gunnar Solskjær.

Fullyrt er að stór hluti leikmanna hafi orðið fyrir vonbrigðum með þjálfun Rangnick og gæðunum í aðstoðarmönnunum sem hann hefur ráðið. Þá séu þeir ekki ánægðir með leikkerfi Þjóðverjans.

„Staðan er ekki góð. Andrúmsloftið er mjög slæmt og svo virðist sem það séu stór og alvarleg vandamál framundan fyrir United," er haft eftir heimildarmanninum.

Jesse Lingard, Donny van de Beek, Eric Bailly og Dean Henderson eru meðal leikmanna sem eru sagðir pirraðir yfir því að tækifæri þeirra séu af skornum skammti. Manchester United hefur ekki fundið taktinn almennilega undir stjórn Rangnick og tapaði 0-1 fyrir Wolves í gær.

Daily Express fjallar einnig um krísuástand innan leikmannahóps United og segir að Cristiano Ronaldo skapi mikla ólgu innan klefans. Ýmsir leikmenn séu ósáttir við þá sérstöku meðhöndlun sem hann fær, þar eru Harry Maguire, Edinson Cavani og Mason Greenwood nefndir óánægðir.
Athugasemdir
banner
banner