mið 04. janúar 2023 10:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi á Alberti úr A-deildinni
Mynd: Getty Images
Sassuolo vill fá Albert Guðmundsson, leikmann Genoa, í sínar raðir. Frá þessu er greint í Gazzetta dello Sport og öðrum ítölskum miðlum.

Þar kemur fram að ef Sassuolo nær ekki að fá Genoa í janúar þá vilji félagið fá Albert næsta sumar.

Albert gekk í raðir Genoa fyrir ári síðan, kom frá hollenska félaginu AZ Alkmaar og fór niður í B-deild með liðinu á síðasta tímabili. Hann hefur verið að spila vel að undanförnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína. Sassuolo er í Serie A og er í leit að styrkingu fram á við.

„Að koma hingað er besta ákvörðun sem ég gat tekið og ég myndi taka hana aftur. Auðvitað var ég ekki ánægður að við féllum en núna þurfum við að komast aftur í Serie A og ég er handviss um að við getum gert það," sagði Albert í viðtali á dögunum.

Genoa er í 3. sæti B-deildarinnar og hefur náð í tíu stig úr síðustu fjórum leikjum.

Sjá einnig:
Alberti frjálst að fara sumarið 2023 ef Genoa fellur


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner