Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   lau 04. febrúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
De Zerbi: Ég elska Moises og vil að þið sýnið honum stuðning
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, kallar á stuðningsmenn félagsins til að sýna Moises Caicedo, miðjumanni liðsins, stuðning þó hann hafi reynt að komast frá félaginu í janúarglugganum.

Arsenal lagði fram þrjú tilboð í Caicedo í janúar og hafnaði Brighton öllum tilboðunum og neitaði að selja hann.

Umboðsmaður Caicedo ráðlagði honum að skrópa á æfingar síðustu dagana í glugganum til að ýta félagaskiptunum í gegn en Brighton stóð fast á sínu og hleypti honum ekki frá klúbbnum.

Caicedo er nú mættur aftur til æfinga og vill De Zerbi að stuðningsmennirnir sýni honum stuðning.

„Ég er ánægður að Moises Caicedo var áfram hjá okkur. Ég vil biðja stuðningsmenn Brighton um stuðning í hans garð. Ég elska Moises og allir hjá félaginu gera það líka og því vil ég að stuðningsmenn fylgi mér og styðji Caicedo,“ sagði De Zerbi.
Athugasemdir
banner
banner
banner