mið 04. mars 2020 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski bikarinn: Real Sociedad í úrslitaleikinn
Real Sociedad mun leika til úrslita.
Real Sociedad mun leika til úrslita.
Mynd: Getty Images
Mirandes 0 - 1 Real Sociedad (samanlagt 1-3)
0-1 Mikel Oyarzabal ('41, víti)

Real Sociedad er komið í úrslitaleik spænska bikarsins og er ævintýri B-deildarfélagsins Mirandes á enda.

Liðin áttust við í síðari leik sínum á heimavelli Mirandes í kvöld og fór svo að Sociedad vann 1-0. Mikel Oyarzabal skoraði eina markið úr vítaspyrnu.

Sociedad, sem er í Meistaradeildarbaráttu í spænsku úrvalsdeildinni, vann fyrri leikinn 2-1 og undanúrslitaeinvígið því samanlagt 3-1.

Á leið sinni í undanúrslit sló Mirandes út þrjú úrvalsdeildarlið; Celta Vigo, Sevilla og Villarreal. Þeim tókst ekki að slá út fjórða úrvalsdeildarliðið en geta verið stoltir af sinni framgöngu.

Sociedad á nú möguleika á að vinna sinn þriðja bikarmeistaratitil og þann fyrsta síðan 1987. Mótherjinn í úrslitaleiknum verður annað hvort Athletic Bilbao eða Granada.
Athugasemdir
banner
banner
banner