Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. maí 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Metnaðurinn og ástríðan sannfærðu mig
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segist vilja búa til sigurformúlu hjá Roma en í dag var hann óvænt tilkynntur sem nýr stjóri Roma frá og með næsta tímabili.

Mourinho er 58 ára og hefur á stjóraferlinum unnið 25 stóra titla. Hann hefur stýrt Porto, Chelsea, Inter, Real Madrid, Manchester United og Tottenham.

„Ég vil þakka Friedkin fjölskyldunni fyrir að velja mig til að leiða þetta frábæra félag og vera hluti af framtíðarsýninni," segir Mourinho í viðtali á heimasíðu Roma en bandaríski viðskiptamaðurinn Dan Friedkin er forseti Roma.

„Eftir að hafa fundað með eigendunum og Tiago Pinto (framkvæmdastjóranum) þá skil ég algjörlega þann metnað sem er fyrir AS Roma. Þetta er sami metnaður og drifkraftur sem hefur alltaf fylgt mér og saman viljum við byggja upp sigurformúlu fyrir komandi ár."

„Hin magnaða ástríða sem einkennir stuðningsmenn Roma sannfærðu mig um að taka starfið og ég get ekki beðið eftir næsta tímabili. Ég vona að fjölmiðlar virði það við mig að ég ætla ekki að tjá mig frekar fyrr en þessu tímabili lýkur."
Athugasemdir
banner
banner