Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Magnús Már: Stokke smellpassar í bæði þessi box
Maggi og Afturelding eru á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.
Maggi og Afturelding eru á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum gegn Víkingi vel fagnað.
Sigrinum gegn Víkingi vel fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull fór af velli í hálfleik í síðasta leik.
Jökull fór af velli í hálfleik í síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stokke skrifaði undir á Gluggadeginum.
Stokke skrifaði undir á Gluggadeginum.
Mynd: Afturelding
Á morgun tekur Afturelding á móti Stjörnunni í 5. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn fer fram á Malbikstöðinni að Varmá og fyrir leikinn eru heimamenn með fjögur stig og gestirnir með sex stig.

Fótbolti.net ræddi við Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, í gær.

Þá gerast góðir hlutir
Hvernig leggst leikur gegn Stjörnunni í þig, hvað þurfið þið að gera til að vinna?

,Við erum mjög spenntir að takast á við Stjörnuna á mánudaginn. Síðasti heimaleikur gegn Víkingi var mjög skemmtilegur og við þurfum að spila jafn vel núna til að vinna gott lið Stjörnunnar. Við þurfum að halda áfram að vera hugrakkir í okkar leik og byggja ofan á flottar frammistöður í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir."

„Stuðningurinn var magnaður í leiknum gegn Víkingi og vonandi fjölmenna stuðningsmenn Aftureldingar á Malbikstöðina að Varmá á mánudaginn og hjálpa okkur í baráttunni. Það skiptir okkur miklu máli,"
segir Maggi.

Vaxandi spilamennska
Hvað finnst þér um þann stað sem þið eruð á sem lið eftir fjórar umferðir?

„Við vissum fyrir mót að við þyrftum að hafa fyrir hverju einasta stigi og við vissum líka að við myndum fá hörkubyrjun í mótinu og mæta strax tveimur bestu liðunum í Bestu deildinni í fyrra. Fjögur stig eftir fjóra leiki er ágætis niðurstaða en við viljum meira og þurfum að leggja ennþá meira á okkur á næstunni. Liðsheildin og trúin í hópnum er góð og við höfum séð að við getum á okkar degi náð góðum úrslitum gegn öllum liðum í deildinni."

„3-0 tapið gegn Fram í síðasta leik var leiðinlegt en það var þrátt fyrir það margt gott í okkar leik þar. Framarar spiluðu vel og áttu sigurinn skilinn en lokatölurnar endurspegla að mínu mati ekki frammistöðu okkar og tölfræðin segir það sama. Við fengum fínar stöður og færi og við þurfum að byggja ofan á þetta spil og gera ennþá betur geng Stjörnunni."

„Í fyrstu tveimur leikjunum í sumar náðum við ekki að sýna okkar bestu frammistöðu en við í þjálfarateyminu höfum verið ánægðir með undanfarnar vikur þar sem spilamennskan hefur verið vaxandi og við teljum að við eigum ennþá meira inni."


Bjartsýnn á að Jökull spili
Hvernig er staðan á hópnum, eru allir klárir? Hvernig er staðan á Jökli Andréssyni?

„Staðan á hópnum hefur verið ótrúlega góð á tímabilinu enda Garðar Guðnason sjúkraþjálfari og Gunnar Ingi Garðarsson styrktarþjálfari báðir að vinna frábæra vinnu. Það er smá hnjask á einhverjum fyrir þennan leik en við sjáum á lokaæfingu fyrir leik hvort allir verða klárir."

„Jökull var tekinn út af í hálfleik gegn Fram til að taka enga sénsa en ég er bjartsýnn á að hann spili á mánudag."


Stokke smellpassar í bæði þessi box
Afturelding sótti norska framherjann Benjamin Stokke undir lok gluggans, af hverju og hvað gerir hann fyrir ykkur?

„Við höfum verið með augun opin fyrir liðsstyrk fram á við en vildum vanda valið vel. Fyrir okkur var mikilvægt að finna leikmann sem myndi passa inn í leikstíl okkar og inn í sterka liðsheild hjá okkur. Benjamin smellpassar í bæði þessi box."

„Hann er reynslumikill markaskorari sem á eftir að hjálpa okkur í sóknarleiknum auk þess hjálpa leikmönnum í kringum sig. Það er frábært að fá hann til liðs við okkur og vonandi á hann eftir að ná að sýna sínar bestu hliðar í Mosfellsbænum,"
segir Maggi.

Stokke var hluti af Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í fyrra og þekkir því vel til á Íslandi.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Víkingur R. 4 2 1 1 7 - 2 +5 7
3.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
4.    ÍBV 4 2 1 1 6 - 5 +1 7
5.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
6.    Fram 4 2 0 2 8 - 6 +2 6
7.    Valur 4 1 3 0 8 - 6 +2 6
8.    Stjarnan 4 2 0 2 7 - 7 0 6
9.    Afturelding 4 1 1 2 1 - 5 -4 4
10.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner