Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bale hefur engan áhuga á að fara frá Real Madrid
Bale er hæstánægður í Madríd.
Bale er hæstánægður í Madríd.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale hefur ekki áhuga á því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og er líklegur til að klára ferilinn hjá Real Madrid. Þetta segir Jonathan Barnett, umboðsmaður leikmannsins.

Bale er þrítugur og er ekki í framtíðaráætlunum Zinedine Zidane. Hann hefur verið orðaður við endurkomu í enska boltann og virtist vera á leið til Kína í fyrra en það rann út í sandinn.

„Honum líður mjög vel og ég sé ekki af hverju hann ætti ekki að ljúka ferlínum í Madríd," segir Barnett.

„Hann hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna nema með landsliðinu. Því miður spilar hann fyrir Wales svo möguleikarnir eru ekki til staðar."

„Ég held að hann hafi ekki áhuga á að snúa aftur í úrvalsdeildina sem stendur. Hann er nokkuð ánægður hjá Real Madrid."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner