Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 04. júní 2025 22:37
Anton Freyr Jónsson
Jói B: Búinn að hóta þessu allt tímabilið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, þetta var baráttuleikur og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og ég er bara ánægður að hafa náð að klára þetta." sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir sigurinn á Þrótti í kvöld og er ÍR komið á toppinn í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: ÍR 2 -  1 Þróttur R.

„Að sjálfsögðu er það planið að reyna byrja að krafti, þetta gat varla byrjað betur fyrir okkur. Mér fannst samt fyrsta korterið þrátt fyrir að við höfum náð að skora þarna í fyrstu sókn að þá lögðumst við aðeins of mikið niður en svo unnum við okkur vel inn í leikinn og fengum þrjú til fjögur mjög góð færi til að komast í 2-0 en Þróttararnir eru með gott lið og þetta var bara erfiður leikur."

Óðinn Bjarkarson skoraði sigurmark leiksins og Jóhann Birnir hrósaði honum eftir leikinn í kvöld.

„Mjög gaman að sjá Óðinn skora, hann er búin að vera hóta þessu allt tímabilið og bara frábært að sjá hann skora. Hann kom léttur og ferskur inn í þetta, geggjaður peyi og gaman að sjá hann setja hann svona" sagði Jói um Óðinn sem var nýkominn úr útskriftarferð. 

Jóhann Birni fannst liðið leggjast niður eftir að liðið komst yfir en það var ekki ætlunin. 

„Við ætluðum ekkert að gera það en þeir kannski pinna okkur niður. Þeir eru náttúrlega bara fínir í fótbolta og vel drillað lið, sérstaklega á boltanum, náðu að spila honum og náðu að spila honum inn í þessi svæði sem varð til þess að við þurftum aðeins að falla niður en um leið og við náðum að stíga aðeins upp á þá fannst mér við vera með stjórnina."

Þróttur Reykjavík jafnaði snemma í síðari hálfleik og Jóhann Birnir var ánægður með karakterinn í sínu liði að ná að svara því og vinna leikinn.

„Mikill karakter í liðinu, samsetningin á liðinu er þannig, þetta eru mjög flottir strákar sem leggja allt í þetta og við erum bara ánægðir."


Athugasemdir
banner