Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard svarar Neville: Auðvelt að gagnrýna úr fjarska
Alonso leit illa út í sigurmarki West Ham.
Alonso leit illa út í sigurmarki West Ham.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, gagnrýndi Marcos Alonso harðlega fyrir veikan varnarleik í sigurmarki West Ham gegn Chelsea í vikunni.

„Hlauptu til baka eins hratt og þú getur ef liðið þitt tapar boltanum. Þú lærir þetta þegar þú ert sex ára," sagði Neville m.a. á miðvikudagskvöld.

Sjá einnig:
Neville: Hvað ertu að gera Marcos Alonso?

Frank Lampard, stjóri Chelsea, kemur sínum manni til varnar. „Bakverðirnir hafa hlutverk að bæði sækja og verjast. Það er auðvelt að gagnrýna þá fyrir mistök sem þú sérð í fjarska," sagði Lampard.

„Mér finnst það ekki sanngjarnt að horfa bara á Alonso í þessu staka atviki. Já, hann og fleiri eiga að koma sér betur til baka. Leikmenn verða að leggja jafn mikið í hlaup aftur á bak og þeir gera fram á við."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner