Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hættir sem aðstoðarþjálfari Írlands og tekur við Birmingham (Staðfest)
John Eustace
John Eustace
Mynd: Getty Images
John Eustace er nýr stjóri Birmingham í ensku B-deildinni en hann var kynntur í gær.

Lee Bowyer var rekinn frá félaginu á laugardag eftir aðeins sextán mánuði í starfi.

Hann stýrði liðinu í 20. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð en leiktíðina á undan tókst honum að bjarga liðinu naumlega frá falli.

Birmingham var ekki lengi að finna eftirmann Bowyer. Eustace er mættur í brúnna og gerði hann þriggja árar samning við félagið.

Hann hefur verið aðstoðarþjálfari írska landsliðsins síðustu fjóra mánuði en hann lætur af störfum þar. Eustace var aðstoðarþjálfari QPR í fjögur ár en var látinn fara í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner