Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 04. júlí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Hentaði hvorki honum né okkur að hafa hann sem varamann"
Hosine Bility í leiknum gegn KA
Hosine Bility í leiknum gegn KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ástralski miðvörðurinn Hosine Bility er farinn frá Fram eftir stutta lánsdvöl frá danska félaginu Midtjylland en Jón Sveinsson, þjálfari Framara, segir þetta ekki hafa hentað báðum aðilum.

Bility kom til Fram á láni frá Midtjylland fyrir tímabilið og var samningurinn gerður út desember.

Framarar bundu miklar vonir við varnarmanninn sem náði aðeins spila fjóra leiki í Bestu deildinni, alla sem varamaður, en hann fékk tækifærið í byrjunarliðinu í Mjólkurbikarnum gegn KA á dögunum.

Bility fékk fékk gult spjald á 36. mínútu og svo rauða spjaldið þremur mínútum síðar þegar hann reif Ásgeir Sigurgeirsson niður í teignum.

Fram ákvað að rifta lánssamningnum í kjölfarið og er hann kominn aftur til Midtjylland en Jón segir það ekki hafa hentað honum né félaginu að hafa hann í varahlutverki.

„Við munum skoða það. Við erum ekkert illa staddir svosem, við erum með ágætis breidd og nokkrir menn frá í dag sem geta leyst það, en við ákváðum að láta hann (Hosine) fara."

„Hann var á lánssamningi hjá okkur og okkur fannst það hvorki henta honum né okkur að hafa hann sem varamann í okkar hópi en síðan skoðum við málin í glugganum,"
sagði Jón Sveinsson við Fótbolta.net í gær.
Jón Sveins: Ekkert ef og hefði í þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner