Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Yngsti markaskorari í sögu Liverpool semur við Preston (Staðfest)
Ben Woodburn er farinn til Preston
Ben Woodburn er farinn til Preston
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Ben Woodburn gerði í dag eins árs samning við Preston í ensku B-deildinni.

Woodburn, sem er aðeins 22 ára gamall, þótti einn efnilegasti leikmaður Englands fyrir sex árum síðan er hann var að stíga sín fyrstu skref með Liverpool.

Hann er yngsti markaskorarinn í sögu Liverpool en hann var 17 ára og 45 daga gamall er hann skoraði gegn Leeds í enska deildabikarnum.

Leikmaðurinn var tvisvar á lista yfir efnilegustu leikmenn Evrópu en ferillinn hefur þó ekki náð því flugi sem vonast var eftir.

Woodburn fór fjórum sinnum á lán frá félaginu en ekki er hægt að segja að það hafi hjálpað honum að þróa ferilinn. Samningur hans við Liverpool rann út á dögunum og mun hann nú reyna fyrir sér í B-deildinni en hann skrifaði í dag undir eins árs samning við Preston.

Hann á möguleika á því að framlengja samninginn um annað ár ef hann mætir ákveðnum skilyrðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner