
Í dag greindi frá Jón Stefán Jónsson, annar af þjálfurum Þórs/KA, frá því að hann og Perry McLachlan yrðu ekki áfram þjálfarar liðsins.
Í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni er sagt frá því að Pétur Heiðar Kristjánsson, sem þjálfaði Dalvík/Reyni í sumar, myndi taka við starfinu.
Í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni er sagt frá því að Pétur Heiðar Kristjánsson, sem þjálfaði Dalvík/Reyni í sumar, myndi taka við starfinu.
Pétur Heiðar þjálfaði Dalvík/Reyni í sumar ásamt Jóhanni Hilmari Hreiðarssyni. Dalvík/Reynir endaði í 2. sæti 3. deildar í sumar og spilar næsta sumar í 2. deild undir stjórn Dragan Stojanovic.
Pétur, eða Peddi eins og hann er oftast kallaður, var á sínu öðru tímabili á Dalvík. Hann var einnig spilandi þjálfari liðsins á árunum 2013-2015.
Athugasemdir