Þeir Jón Stefán Jónsson og Perry McLachlan verða ekki áfram þjálfarar Þór/KA. Þeir tóku saman við þjálfun liðsins síðasta haust þegar Andri Hjörvar Albertsson var látinn fara, og skrifuðu undir þriggja ára samning.
Jón Stefán segir í færslu á Facebook að ástæða uppsagnar þeirra sé sú að þeir Perry vildu báðir halda áfram þjálfun liðsins en að það þyrfti að velja á milli þeirra. Þeir hafi báðir fundað með stjórn sem hafi ekki viljað gera upp á milli þeirra og því varð niðurstaðan að láta þá báða fara.
Jón Stefán segir í færslu á Facebook að ástæða uppsagnar þeirra sé sú að þeir Perry vildu báðir halda áfram þjálfun liðsins en að það þyrfti að velja á milli þeirra. Þeir hafi báðir fundað með stjórn sem hafi ekki viljað gera upp á milli þeirra og því varð niðurstaðan að láta þá báða fara.
Í sumar endaði Þór/KA í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna eftir að hafa endað í sjötta sæti í fyrra. Liðið var tólf stigum frá ÍBV sem endaði í sjötta sæti í ár.
Perry kom fyrst hingað til lands árið 2019 og var aðstoðarþjálfari Gregg Ryder hjá karlaliði Þórs. Jón Stefán hefur starfað við þjálfun í átján ár og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Þór í fyrra.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir