Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 04. október 2022 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Öster ætlar upp um deild
Alex Þór Hauksson
Alex Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Öster er í 3. sæti sænsku B-deildarinnar eftir 4-1 sigur á Brommapojkarna í kvöld.

Öster hefur spilað frábæran fótbolta undir stjórn Srdjan Tufegdzic, en hann tók við liðinu eftir að hafa aðstoðað Heimi Guðjónsson hjá Val. Áður þjálfaði hann KA í efstu deild.

Alex Þór Hauksson, sem hefur átt afar gott tímabil í Svíþjóð, kom af bekknum á 70. mínútu leiksins.

Hann hefur spilað 24 leiki í B-deildinni og þar af langflesta í byrjunarliði.

Öster er í 3. sæti með 43 stig þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni en þriðja sætið gefur sæti í umspili. Brommapojkarna er í 2. sæti með 50 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner