Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 04. desember 2023 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marotta staðfestir áhuga á Zielinski
Mynd: Getty Images
Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, staðfesti áhuga félagsins á pólska miðjumanninum Piotr Zielinski fyrir stórleik liðanna í ítölsku deildinni í gærkvöldi.

Zielinski hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli og byrjaði á bekknum í 0-3 tapi Napoli.

Zielinski er 29 ára gamall miðjumaður með tæpa 350 leiki að baki fyrir Napoli, en hann hefur verið lykilmaður hjá félaginu frá komu sinni fyrir sjö árum. Samningur hans rennur þó út næsta sumar og eru nokkur félög sögð vera áhugasöm.

„Við vitum að hann verður samningslaus í júní, en Napoli er að vinna í því að bjóða honum nýjan samning. Við fylgjumst með hvernig málin þróast en við getum ekki hafið viðræður við leikmanninn strax," sagði Marotta í gær.

Zielinski myndi berjast við leikmenn á borð við David Frattesi og Henrikh Mkhitaryan um sæti í ógnarsterku byrjunarliði Inter, sem komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og virðist líklegasta liðið til að vinna Serie A deildina á tímabilinu.

Zielinski á einnig 86 landsleiki að baki fyrir Pólland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner