Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. febrúar 2023 17:12
Ívan Guðjón Baldursson
Kane orðinn markahæstur í sögu Tottenham
Kane er búinn að taka yfir Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður í sögu Tottenham Hotspur.
Kane er búinn að taka yfir Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður í sögu Tottenham Hotspur.
Mynd: EPA

Harry Kane er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Tottenham eftir að hafa komið liðinu yfir í toppbaráttuslag gegn Englandsmeisturum Manchester City.


Kane skoraði eftir vandræðagang í vörn Man City og góðan undirbúning frá Pierre-Emile Höjbjerg sem gerði vel að vinna boltann, halda sér rólegum og senda á réttum tíma.

Þetta var mark númer 267 hjá Kane með Tottenham en sóknarmaðurinn er 29 ára gamall og virðist eiga nóg eftir.

Þetta var um leið úrvalsdeildarmark númer 200 hjá Kane, sem er aðeins 8 mörkum frá Wayne Rooney yfir markahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Þar er Rooney næstmarkahæstur en Alan Shearer trónir á toppinum með 260 mörk skoruð.

Til gamans má geta að það tók Shearer 306 úrvalsdeildarleiki að skora 200 mörk. Kane hefur spilað 304 úrvalsdeildarleiki.

Sjáðu markið


Athugasemdir
banner
banner
banner