Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Töp hjá Valencia og Sociedad
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Valencia var að tapa þriðja deildarleiknum sínum í röð og er í bullandi fallbaráttu. Liðið heimsótti Girona í dag og sýndi slaka spilamennsku.


Heimamenn voru mun betri og komust nokkrum sinnum nálægt því að taka forystuna áður en Borja Garcia skoraði eftir stoðsendingu frá hinum efnilega Rodrigo Riquelme, lánsmanni frá Atletico Madrid.

Mark Garcia reyndist það eina í leiknum og er Girona með 24 stig eftir 20 umferðir á meðan Valencia situr eftir með 20 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæði.

Real Sociedad fékk þá tækifæri til að minnka bilið milli sín og Real Madrid í toppbaráttunni þegar fallbaráttulið Real Valladolid kíkti í heimsókn.

Heimamenn í Sociedad voru betri en sýndu ekki mikla yfirburði og tókst ekki að skora. Á 73. mínútu skoraði svo kanadíski landsliðsmaðurinn Cyle Larin eina mark leiksins.

Annar sigur Valladolid í röð og er liðið í neðri hlutanum með 23 stig. Sociedad er með 39 stig í þriðja sætinu.

Það var einnig keppt í B-deildinni í dag og til gamans má geta að Bébé, fyrrum leikmaður Manchester United, gerði sigurmark á 93. mínútu í sínum fyrsta leik með Real Zaragoza. Sigurinn kom gegn félagsliði Andorru sem er um miðja deild rétt eins og Zaragoza.

Girona 1 - 0 Valencia
1-0 Borja Garcia ('63)

Real Sociedad 0 - 1 Real Valladolid
0-1 Cyle Larin ('73)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner