fim 05. mars 2020 07:30
Atli Arason
Er þátttaka leikmanna fyrir umspilsleikinn á EM í hættu vegna Kórónavírusins?
Icelandair
Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason
Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna
Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna
Mynd: Getty Images
San Siro verður að öllum líkindum tómur næstu vikurnar
San Siro verður að öllum líkindum tómur næstu vikurnar
Mynd: Getty Images
Vlad Chiricheș í leik með Tottenham
Vlad Chiricheș í leik með Tottenham
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran eða Covid 19 hefur ollið usla víða um heim á vettvangi ýmissa málefna. Hátt í 100 þúsund manns hafa smitast og 34 af þessum smitum eru hér á landi en veiran hefur verið greind í 84 löndum til þessa.
Nú gæti svo farið að smitfaraldurinn takmarki þátttöku leikmanna Íslands og Rúmeníu í viðureign liðanna í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á Evrópumótinu í sumar.

Samkvæmt heimasíðu Landlæknis eru fjögur lönd nú skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Þessi lönd eru Kína, Ítalía, Suður-Kórea og Íran. Ferðalangar sem koma frá þessum löndum til Íslands eiga að vera í 14 daga langri sóttkví hér heima eftir dvöl sína í viðeigandi landi. Strangar reglur gilda um sóttkví, í þeim reglum er meðal annars ritað að
Einstaklingur í sóttkví má ekki fara á mannamót, hvort sem þau varða starf hans, fjölskyldu eða félagslíf. T.d. vinnufundir, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbbar, kóræfingar, tónleikar o.s.frv. Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara á líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, í leikhús, kvikmyndahús, verslunarmiðstöðvar eða aðra staði þar sem margir koma saman.” - af vefsíðu Landlæknis.

Í leikmannahópi Íslands sem tók þátt í undankeppninni fyrir EM karla 2020 eru tveir leikmenn sem spila á Ítalíu. Það eru þeir Emil Hallfreðsson, sem leikur með Padova í Seríu C og Birkir Bjarnason, sem spilar fyrir Brescia í Seríu A.
Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á Andra Fannar Baldursson sem nýlega hefur verið að brjóta sér leið inn í leikmannahóp Bologna í Seríu A.

Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra Ítalíu, sagði á dögunum að líklega verða næstu umferðir í Sería A spilaðar fyrir luktum dyrum, sem þýðir í það minnsta að deildin á Ítalíu mun halda áfram sínu róli þrátt fyrir ástandið sem ríkir þar í landi vegna smitsjúkdómsins. Síðustu leikirnir í Sería A fyrir landsleikjahlé eru þann 22. mars.
Í Seríu C, þar sem Padova spilar, er ekkert landsleikjahlé. Padova á leik þann 25. mars, 29. mars og svo aftur 1. apríl.
Síðari umspilsleikurinn um lokasæti á EM alls staðar er þann 31. mars.

Í núverandi ástandi munu þessir leikmenn sem leika á Ítalíu ekki ná landsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu þann 26. mars vegna reglna um sóttkví. Yrðu þeir að taka flug heim til Íslands í síðasta lagi þann 10. mars næstkomandi til að ná að klára 14 daga sóttkví fyrir landsleikinn sjálfan á Laugardalsvelli þann 26. mars.

Það er því bara að bíða og vona að þessi veirufaraldur fari í rénun á næstunni og að Ítalir nái tökum á útbreiðslunni sem er í gangi þar.

Þessar fréttir eru hins vegar ekki einungis bara slæmar fréttir fyrir okkur Íslendinga, heldur eru þrír leikmenn sem hafa verið landsliðshópum Rúmena undanfarið sem spila á Ítalíu og geta því, í óbreyttu ástandi, ekki ferðast til Íslands vegna landsleiksins þann 26. mars. Það eru þeir

Vlad Chiricheș (Sassuolo - Sería A)
Varnarmaðurinn er sennilega einn þekktasti leikmaður Rúmena en hann hefur á sínum tíma spilað meðal annars fyrir Napoli og Tottenham.

Romario Benzar (Perugia - Sería B)
Benzar byrjaði helming allra leikja Rúmena í undankeppninni í hægri bakverði, þar af 3 af síðustu 4 leikjum.

Vasile Mogoș (Cremonese - Sería B)
Á einn landsleik fyrir Rúmena. Það var byrjunarliðsleikur í hægri bakverði, í þessum eina leik af síðustu 4 sem Benzar spilaði ekki. Það var 0-2 tapleikur gegn Svíþjóð í undankeppni EM þann 15. nóvember síðastliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner