Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengi haft augastað á rapparanum sem sýndi „alvöru talent" í nýliðavígslunni
Erik Sandberg.
Erik Sandberg.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg gekk í raðir ÍA fyrr í vetur en hann þekkir ágætlega til fyrirliða ÍA, Arnórs Smárasonar, því þeir spiluðu saman hjá Lilleström á sínum tíma.

Sandberg ræddi við Fótbolta.net á dögunum og Arnór gerði slíkt hið sama.

„Hann er frábær karakter, frábær persóna og góður leikmaður. Hann var náttúrulega gríðarlegt efni á yngri árum. Við spiluðum saman nokkra leiki í Lilleström, þá var hann að koma upp ungur. Hann er leiðtogi í vörninni, þó að hann sé ekki gamall þá er hann mjög þroskaður miðað við aldur og leiðir okkar varnarlínu og okkar lið. Við bindum miklar vonir við hann og mikill happafengur að hafa fengið mann af þessu kaliberi til Íslands. Ég vona að hann haldist heill og geti sýnt öllum hvað hann getur því það býr rosalega mikið í honum," sagði Arnór.

Sandberg, sem er 24 ára, kom til ÍA eftir að ljóst varð að annar leikmaður kæmi ekki til félagsins.

Tók Arnór bara upp símann og heyrði í sínum manni?

„Við vorum búnir að hafa augastað á Erik lengi, fyrir tímabilið í fyrra meira að segja. En þá gekk það ekki upp, hann var samningsbundinn öðru liði. Ég veit að klúbburinn er búinn að vera með augastað á honum í svolítinn tíma, rétta augnablikið kom bara ekki fyrr en núna. Þegar staðan var laus þá var ekki spurning um að reyna einu sinni enn og hann beit á í þetta skiptið."

Sandberg gaf á sínum tíma út rapplag með Erling Braut Haaland. Myndiru vilja taka rapplag með Sandberg?

„Já, klárlega. Þetta er alvöru 'talent' utan vallar. Þetta Flow Kingz dæmi er drepfyndið. Hann vill helst ekki tala mikið um þessa tíma, heldur því svolítið fyrir sjálfan sig, en við vorum með nýliðavígslu á Spáni og hann sýndi alvöru 'talent' þar, förum ekki nánar út í það," sagði Arnór og brosti.

Sandberg gæti spilað sinn fyrsta deildarleik fyrir ÍA á sunnudag þegar ÍA heimsækir Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.
„Mikið í gangi" hjá Arnóri á sunnudaginn - „Þeir vita sem vita hvað ég get í fótbolta og hef gert"
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner