Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. maí 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Landsliðsmenn Englands og Skotlands styrkja heilbrigðisyfirvöld
Mynd: Getty Images
Enskir og skoskir landsliðsmenn hafa lagt breskum heilbrigðisyfirvöldum lið með veglegri peningagjöf.

„Við stöndum saman bakvið land okkar á erfiðum tímum. Hugsanir okkar og bænir eru hjá þeim sem eru að berjast við veiruna," segir í yfirlýsingu frá leikmönnum enska landsliðsins.

Andy Robertson, fyrirliði Skota, tjáði sig fyrir hönd landsliðsmanna.

„Við höfum allir setið heima og fylgst með hetjudáðum heilbrigðisstarfsfólks. Við höfum allir verið snortnir af óeigingirni þeirra sem leggja líf sitt að veði til að bjarga öðrum."

Í frétt BBC kemur fram að peningagjöfin samanstendur annars vegar af hluta af greiðslum til leikmanna fyrir landsleiki og hins vegar af peningum úr góðgerðarmálasjóði landsliðsmanna.

Sá sjóður var settur upp 2007 og stækkaði um fimm milljónir punda á fyrsta áratuginum samkvæmt frétt BBC. Hluti sjóðsins mun renna til heilbrigðisyfirvalda.

Landsliðsmennirnir fylgja fordæmi enska kvennalandsliðsins sem tilkynnti svipaða aðgerð í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner