Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. maí 2021 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Nissen ekki til Víkings - „Ekki til­bú­inn að taka þetta skref"
Mynd: OB
Daninn Rasmus Nissen er ekki á leiðinni til Víkings. Þetta kemur fram á bold.dk og það er mbl.is sem vekur athygli á því.

Nissen er samningsbundinn OB en kom til Íslands á dögunum og lék með Víkingi gegn HK í æfingaleik og skoraði þrennu.

„Ég spilaði frá­bær­an æf­inga­leik á Íslandi og það stóð til að ég myndi æfa með liðinu í vik­unni á eft­ir og sýna mig bet­ur. En þeir komu til mín eft­ir leik­inn og sögðust hafa séð nóg, þannig að ég flaug heim til þess að hugsa málið," sagði Nissen við bold.dk.

„Ég ákvað að hafna þessu tæki­færi og mér finnst ég fyrst og fremst ekki vera til­bú­inn til að taka þetta skref. Ann­ars veg­ar að fara til ann­ars lands og hins­veg­ar að fara bara á ein­hvern tveggja til þriggja mánaða samn­ing."

„Ég von­ast til þess að í sumar verði ég lánaður eða seldur til ann­ars fé­lags,"
seg­ir Nis­sen sem æfir með U19 liði OB.
Athugasemdir
banner