Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 05. maí 2023 11:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd búið að ákveða að kaupa ekki Weghorst
Manchester United hefur ákveðið að kaupa ekki Wout Weghorst en þessi hávaxni Hollendingur kom til United á lánssamningi í janúar en hefur aðeins skorað tvö mörk í 26 leikjum.

Fyrri hluta tímabilsins var hann hjá Besiktas þar sem hann skoraði níu mörk í átján leikjum.

Weghorst stóð sig vel á HM í Katar en náði ekki að láta almennilega að sér kveða á Old Trafford.

Weghorst á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Burnley en hann kom til félagsins fyrir 12,5 milljónir punda frá Wolfsburg í janúar.

Það er forgangsmál hjá United að fá inn sóknarmann í sumar og Harry Kane er þar efstur á blaði.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner
banner