Fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands hefur í fyrsta skipti beðist afsökunar á óeirðunum á Stade de France árið 2022 þar sem stuðningsmenn Liverpool voru ranglega gerðir að sökudólgum.
Gérald Darmanin, fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands, viðurkennir að öryggisgæslan fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Liverpool og Real Madrid, hafi ekki verið góð.
Þá sagði hann að það hafi verið mistök hjá sér að kenna ensku stuðningsmönnnunum um hamaganginn. Lögreglan notaði táragas til að halda aftur af stuðningsmönnum sem reyndu að komast inn á svæðið. Þá voru sumir stuðningsmenn rændir af frönskum glæpahópum.
„Þetta var mistök því ég hafði ekki séð þetta fyrir. Þetta voru mistök af minni hálfu. Ég lét fordóma mína leiða mig afvega,“ sagði Darmanin, nú dómsmálaráðherra Frakklands.
„Það var auðvelt að finna sökudólg og ég bið nú stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Þeir höfðu alveg rétt fyrir sér að vera særðir. Þetta voru mistök og mistök.“
Athugasemdir