Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 09:37
Elvar Geir Magnússon
Heimild: vg.no 
Freysi: Ég er ástfanginn af Bergen
Það er gríðarleg stemning í Bergen enda er Brann á flugi undir stjórn Freys.
Það er gríðarleg stemning í Bergen enda er Brann á flugi undir stjórn Freys.
Mynd: Sportsklubben Brann
Norska liðið Brann hefur unnið fimm deildarleiki í röð eftir að hafa tapað illa í fyrstu umferð. Freyr Alexandersson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins.

Hann fékk mikla gagnrýni fjölmiðla eftir 0-3 tap gegn Fredrikstad í byrjun tímabils. Yaw Amankwah sérfræðingur norska sjónvarpsins sagði liðið glæpsamlega illa undirbúið, svo dæmi sé tekið.

„Þetta er þeirra starf og þeir sinna því eins og þeir vilja," segir Freyr í viðtali við Verdens Gang þar sem hann er spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir fyrsta leik.

Eftir skellinn gegn Fredrikstad hefur Brann verið á flugi og leikir liðsins stórskemmtilegir. Freyr fékk Eggert Aron Guðmundsson til liðsins og hann skoraði í 4-2 sigri gegn Valerenga um helgina.

Brann er frá Bergen sem er gríðarlegur fótboltabær og stemningin fyrir liðinu er gríðarleg.

„Ég er ástfanginn af Bergen sem bæ og fólkinu hérna líka. Ég elska hvernig fólkið hérna hegðar sér, hvernig það hefur verið tekið á móti mér og okkur öllum. Það er gleðiefni," segir Freyr við VG.
Athugasemdir
banner
banner