Vestri er á toppnum í Bestu deildinni eftir frábæran sigur á ÍBV í Eyjum í dag. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Vestri
„Ég er gríðarlega sáttur með liðsframmistöðuna. Við vissum það það yrði ekki auðvelt að koma hingað, sérstaklega fyrir okkur, við erum að koma nánast frá Grænlandi. Mér fannst það sjást á liðinu, sérstaklega í seinni hálfleik, lappirnar urðu þungar en á móti kemur að við gerðum það sem við héldum að myndi þurfa til að vinna þennan leik," sagði Davíð Smári.
„Við vissum að þeir væru aðeins veikir í krossum og mér fannst fyrsta markið koma út úr því. Við vissum að þeir myndu koma hátt á okkur í seinni og skilja eftir svæði á bakvið sig og mér fannst við nýta það vel."
Fyrrum framherjiinn Tryggvi Guðmundsson, textalýsti leiknum og tók viðtalið við Davíð en hann íhugaði að velja Daða Berg Jónsson sem skúrk eftir að hafa klúðrað mjög góðu færi.
„Þú þekkir það sem framherji að þú færð stundum ekki allt kreditið fyrir allt effortið sem þú setur í leikina og ef þú klúðrar einu færi þá áttu slæman leik þannig mér fyndist það ósanngjarnt að setja Daða í einhvern skúrk þarna því hann vann gríðarlega fyrir liðið," sagði Davíð Smári léttur í bragði.
Athugasemdir