Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 04. maí 2025 18:06
Tryggvi Guðmundsson
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er á toppnum í Bestu deildinni eftir frábæran sigur á ÍBV í Eyjum í dag. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Vestri

„Ég er gríðarlega sáttur með liðsframmistöðuna. Við vissum það það yrði ekki auðvelt að koma hingað, sérstaklega fyrir okkur, við erum að koma nánast frá Grænlandi. Mér fannst það sjást á liðinu, sérstaklega í seinni hálfleik, lappirnar urðu þungar en á móti kemur að við gerðum það sem við héldum að myndi þurfa til að vinna þennan leik," sagði Davíð Smári.

„Við vissum að þeir væru aðeins veikir í krossum og mér fannst fyrsta markið koma út úr því. Við vissum að þeir myndu koma hátt á okkur í seinni og skilja eftir svæði á bakvið sig og mér fannst við nýta það vel."

Fyrrum framherjiinn Tryggvi Guðmundsson, textalýsti leiknum og tók viðtalið við Davíð en hann íhugaði að velja Daða Berg Jónsson sem skúrk eftir að hafa klúðrað mjög góðu færi.

„Þú þekkir það sem framherji að þú færð stundum ekki allt kreditið fyrir allt effortið sem þú setur í leikina og ef þú klúðrar einu færi þá áttu slæman leik þannig mér fyndist það ósanngjarnt að setja Daða í einhvern skúrk þarna því hann vann gríðarlega fyrir liðið," sagði Davíð Smári léttur í bragði.
Athugasemdir
banner