Barcelona hefur staðfest að pólski markahrókurinn Robert Lewandowski verði í leikmannahópnum fyrir seinni leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.
Fyrri leikurinn var stórkostleg skemmtun og endað með 3-3 jafntefli en í Mílanó á morgun ræðst hvort liðið fer í úrslitaleik gegn PSG eða Arsenal.
Fyrri leikurinn var stórkostleg skemmtun og endað með 3-3 jafntefli en í Mílanó á morgun ræðst hvort liðið fer í úrslitaleik gegn PSG eða Arsenal.
Lewandowski hefur misst af fjórum síðustu leikjum vegna meiðsla. Joules Kounde, sem meiddist í fyrri leiknum gegn Inter, er ekki í hópnum fyrir morgundaginn. Þá eru Alejandro Balde, Marc Casado, Pablo Torre og Marc Bernal einnig á meiðslalistanum.
Þess má svo geta að ítalskir fjölmiðlar búast við því að Lautaro Martínez, fyrirliði Inter, geti tekið þátt í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
???? Hansi Flick's squad for #InterBarça in the @ChampionsLeague semifinals! pic.twitter.com/ASBjEZyycV
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 5, 2025
Athugasemdir