Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 12:01
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Öll einbeiting sett á Evrópudeildina - Shaw með fyrirliðabandið
Luke Shaw er með bandið í dag
Luke Shaw er með bandið í dag
Mynd: EPA
Ange gerir átta breytingar á liði Tottenham
Ange gerir átta breytingar á liði Tottenham
Mynd: EPA
Þrír leikir í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fara fram klukkan 13:00 í dag. Alls eru átta breytingar hjá Man Utd og Tottenham, sem bæði ætla að hvíla leikmenn sína fyrir seinni undanúrslitaleikina í Evrópudeildinni.

Hákon Rafn Valdimarsson og félagar í Brentford taka á móti Manchester United á Community-leikvanginum í Lundúnum, en Hákon er áfram þolinmóður á bekknum.

Ruben Amorim, stjóri Man Utd, gerir svakalegar breytingar á liði sínu og eins og hann hefur áður komið inn á er öll einbeiting sett á að komast í úrslit Evrópudeildarinnar.

Altay Bayindir er í marki United í stað André Onana og þá koma ungu leikmennirnir Tyler Fredricson, Harry Amass og Chido Obi Martin allir inn ásamt Mason Mount.

Luke Shaw, Matthijs De Ligt og Kobbie Mainoo koma einnig inn í liðið.

Brentford: Flekken, Kayode, Collins, Van Den Berg, Lewis-Potter, Norgaard, Yarmoliuk, Damsgaard, Wissa, Mbeumo, Schade

Man Utd: Bayindir, Dorgu, De Ligt, Fredricson, Shaw, Amass, Ugarte, Mainoo, Mount, Garnacho, Obi

Brighton tekur á móti Newcastle United á AMEX-leikvanginum í Brighton.

Tvær breytingar eru gerðar á liði Brighton. Jan Paul van Hecke og Yankuba Minteh koma inn í liðið en Eddie Howe er með óbreytt lið frá síðasta leik.

Brighton: Verbruggen, Wieffer, Dunk, Van Hecke, Estupinan, Baleba, Hinshelwood, Minteh, O'Riley, Adingra, Welbeck.

Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Burn, Livramento, Guimaraes, Tonali, Willock, Murphy, Barnes, Isak.

West Ham og Tottenham eigast við í Lundúnaslag á Ólympíuleikvanginum.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, gerir eins og Amorim, eða alls átta breytingar.

Richarlison, Guglielmo Vicario og Yves Bissouma eru þeir einu sem halda sæti sínu í liðinu. Niclas Füllkrug og Aaron Cresswell koma inn hjá West Ham.

West Ham: Areola, Cresswell, Todibo, Kilman, Soucek, Wan-Bissaka, Emerson, Bowen, Kudus, Paqueta, Fullkrug.

Tottenham: Vicario, Danso, Tel, Gray, Kulusevski, Spence, Odobert, Sarr, Davies, Bissouma, Richarlison.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner