„Túfa sagði nákvæmlega okkar upplifun á þessu. Valsliðið var andlaust, það var áhugalaust. Það eru leikmenn þarna sem ég hafði á tilfinningunni að væru að bíða eftir því að komast upp í sófa, höfðu engan áhuga á því að vera inni á vellinum í kvöld," segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport.
Atli Viðar var í útsendinginnu frá Kaplakrikanum í kvöld þar sem FH vann 3-0 sigur gegn Val. Túfa, þjálfari Vals, talaði hreint út í viðtölum eftir leik og sagði sína menn ekki hafa lagt hjarta og sál í verkefnið.
Atli Viðar var í útsendinginnu frá Kaplakrikanum í kvöld þar sem FH vann 3-0 sigur gegn Val. Túfa, þjálfari Vals, talaði hreint út í viðtölum eftir leik og sagði sína menn ekki hafa lagt hjarta og sál í verkefnið.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 Valur
„Ég get vel skilið að Túfa sé svekktur út í sína leikmenn og framlag þeirra í kvöld. Hann segir hlutina rétt eins og ég upplifði þetta."
Henry Birgir Gunnarsson var með Atla í umfjölluninni á Stöð 2 Sport 5 og talar um að það væri eins og leikmenn Vals hefðu ekki gaman að því að spila fyrir félagið. Atli tekur undir það og segir leikmenn virka áhugalausir.
„Ég er bara sammála þér. Byrjunin er vond fyrir Val, einn sigurleikur í fyrstu fimm leikjunum og eru í einhvers konar miðjumoði. Mér fannst þessi leikur skilgreina hvar Valur sé og fyrir hvað liðið stendur. Ég sá engan í Valsliðinu í dag sem var ekki alveg sama um að það væri verið að fara frekar illa með þá," segir Atli.
„Ég var langt frá því að vera hrifinn af því sem Valur var að bjóða uppá í dag."
Athugasemdir