Boðið verður upp á skemmtilegan viðburð þegar Afturelding og Stjarnan mætast í Bestu deildinni klukkan 19:15 í kvöld.
Hægt verður að fá sér Aftureldingar tattú hjá Jóa tattoo meðan á leik stendur.
Hægt verður að fá sér Aftureldingar tattú hjá Jóa tattoo meðan á leik stendur.
Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að fá tattoo og horfa á leik frá hliðarlínunni á sama tíma! Tattooin sem eru í boði tengjast Aftureldingu og Mosfellsbæ eins og má sjá hér á myndunum," segir í auglýsingu sem sjá má neðst í fréttinni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem í boði er að fá sér húðflúr á leik með Aftureldingu. Þegar liðið vann Þrótt 1-0 í Lengjudeildinni 2023 var það í boði.
Strax eftir leik stökk Arnór Gauti Ragnarsson, sóknarmaður Aftureldingar, í stólinn og lét húðflúra skammstöfun félagsins á sig.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, lét það þó vera að fá sér húðflúr.
„Nei ég hugsa að ég láti það vera. Einhverjir strákar voru að spá í þessu niðri í klefa en ég held ég sleppi þessu í bili. Ég er ekki mikill tattoo-maður," sagði Magnús Már eftir sigurinn gegn Þrótti.
Athugasemdir