„Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum. Við vitum hvernig KR vill spila og mér fannst við gera mjög vel. Við féllum stundum í þeirra gildru en á endanum komumst við 2-0 yfir og við eigum að vera nógu reynslumiklir til að klára það," sagði Tobias Thomsen, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli gegn KR í ótrúlegum leik í Bestu deildinni.
Tobias gerði tvö fyrstu mörk Breiðabliks og kom þeim í 2-0. Svo leystist leikurinn upp og KR komst í 2-3 með ótrúlegum kafla. Blikar jöfnuðu í lokin og lokatölur 3-3.
Tobias gerði tvö fyrstu mörk Breiðabliks og kom þeim í 2-0. Svo leystist leikurinn upp og KR komst í 2-3 með ótrúlegum kafla. Blikar jöfnuðu í lokin og lokatölur 3-3.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 3 KR
„Ég er frekar pirraður í augnablikinu. Auðvitað náðum við í stigið svo þetta er súrsætt."
„KR er mjög gott lið með góða leikmenn sem eru teknískir og öruggir á boltann. Mér fannst við standa okkur vel á köflum, þangað til þeir fóru að spila langt. Þetta er frekar pirrandi en við tökum stigið og höldum áfram."
Tobias skoraði tvö mörk gegn sínum gömlu félögum en hann spilaði áður með KR. „Ég hefði getað skorað meira. Það er súrsætt. Auðvitað er ég glaður með tvö mörk og að geta hjálpað liðinu, en mér líður eins og ég hefði getað skorað meira."
Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir