Núna klukkan 19:15 flautar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson til leiks á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði þar sem FH og Valur mætast í 5.umferð Bestu deildar karla.
FH bíður enþá eftir fyrsta sigri liðsins í Bestu deildinni í ár en liðið situr á botni deildarinnar með 1.stig. Valsmenn sitja í sjöunda sæti deildarinnar með 6.stig.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 Valur
Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á liði sínu frá tapinu gegn KA í síðustu umferð á Akureyri. Björn Daníel Sverrisson kemur inn í liðið. Sigurður Bjartur Hallsson fær sér sæti á bekknum. Dagur Örn Fjælsted sem gékk til liðs við FH frá Breiðablik byrjar á bekknum í kvöld.
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals gerir 1 breytingu á liði sínu frá jafnteflinu á Hlíðarenda gegn Víking Reykjavík í síðustu umferð. Markus Lund Nakkim kemur inn í liðið og Orri Sigurður Ómarsson fær sér sæti á tréverkinu.
Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Tómas Orri Róbertsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason
45. Kristján Flóki Finnbogason
Byrjunarlið Valur:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Duffield
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
22. Marius Lundemo