
„Bara eins og ég átti von á. Barátta og hörkuleikur. Liðin skiptust á að vera með yfirhöndina í leiknum. Heilt yfir er ég mjög sáttur við að fara héðan með þrjú stig," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir öflugan 3-0 útisigur gegn Þór/KA í Boganum.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 3 FH
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, var maður leiksins en hún varði gríðarlega vel þegar Þór/KA fékk fjölda færa í upphafi leiks.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Aldís gerir þetta það sem af er móti. Ég segi það fullum fetum að þetta verður hennar besta tímabil til þessa. Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag," segir Guðni um Aldísi.
Athugasemdir