Fjórða umferð Bestu deildar kvenna var leikin í heild sinni síðastliðinn laugardag. Það voru heldur betur óvænt úrslit í Garðabænum þar sem Stjarnan vann sigur á Val, 1-0. Jakobína Hjörvarsdóttir og Anna María Baldursdóttir voru bestu leikmenn vallarins og komast í lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan sigur en Stjarnan hefur náð að rífa sig upp eftir afar erfiða byrjun í deildinni.
Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan sigur en Stjarnan hefur náð að rífa sig upp eftir afar erfiða byrjun í deildinni.

FH heldur áfram að gera frábæra hluti og er með tíu stig eftir þrjá leiki. FH-ingar fóru á Akureyri og unnu 0-3 sigur gegn Þór/KA, frábæran sigur. Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, er í liði umferðarinnar í annað sinn í sumar og þá eru Elísa Lana Sigurjónsdóttir og Berglind Freyja Hlynsdóttir jafnframt í liðinu.
Fram vann mikilvægan sigur gegn FHL í nýliðaslagnum. FHL er enn án stiga. Alda Ólafsdóttir var frábær í liði Fram og þá lék Kam Pickett vel í leiknum.
Agla María Albertsdóttir og Birta Georgsdóttir fóru þá fyrir sóknarleik Blika í sigri á Víkingum og Þróttur lagði Tindastól í hörkuleik þar sem Mist Funadóttir var öflug. Katherine Grace Pettet lék vel í liði Tindastóls.
Sterkustu lið fyrri umferða:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
Athugasemdir