HB, sigursælasta félag í sögu færeyska fótboltans, tapaði 1-7 á heimavelli fyrir NSÍ frá Runavík í Betri deildinni í gær. Það þarf að fara aftur til ársins 1945 til að finna stærra tap hjá HB á heimavelli.
Vefmiðillinn in.fo segir að það sé krísuástand hjá HB.
Talið er líklegt að þjálfari liðsins, Ítalinn Adolfo Sormani, verði látinn taka pokann sinn og í fréttinni er vitnað í umfjallanir um að HB sé þegar farið að líta í kringum sig eftir nýjum þjálfara.
Vefmiðillinn in.fo segir að það sé krísuástand hjá HB.
Talið er líklegt að þjálfari liðsins, Ítalinn Adolfo Sormani, verði látinn taka pokann sinn og í fréttinni er vitnað í umfjallanir um að HB sé þegar farið að líta í kringum sig eftir nýjum þjálfara.
Í síðasta mánuði greindi 433.is frá því að Arnar Grétarsson væri á blaði hjá HB en hann er án þjálfarastarfs síðan hann var rekinn frá Val í fyrra.
HB hefur reynslu af íslenskum þjálfurum en Heimir Guðjónsson náði góðum árangri með liðið og gerði það að Færeyjameisturum og bikarmeisturum. Þá stýrði Kristján Guðmundsson liðinu á sínum tíma.
HB er fallið úr leik í bikarnum og er níu stigum frá toppliði NSÍ í færeysku deildinni að loknum átta umferðum. Það má svo fylgja að Klæmint Olsen, fyrrum leikmaður Breiðabliks, skoraði þrennu í leiknum í gær. Hann er markahæstur í deildinni með ellefu mörk.
Athugasemdir